Heim / Fréttir / Whiskey Sour keppni Jim Beam og BCI – Úrslit og myndir

Whiskey Sour keppni Jim Beam og BCI – Úrslit og myndir

 Leó Ólafsson með Jim Beam Whiskey Sour bikarinnMiðvikudagskvöldið 25. nóvember fór fram Whiskey Sour kokteilakeppni Barþjónaklúbbs Íslands og Jim Beam.
Keppnin fór fram á Bryggjunni Brugghúsi og voru 60 þáttakendur mættir til leiks sem er nýtt met í þáttöku í barþjónakeppni hér á landi.

Með sigur af hólmi fór Leó Ólafsson frá Mat & drykk með drykkinn Angelica Tradition, í öðru sæti varð Svavar Helgi frá Sushi Samba með drykkinn Nihongo, þriðja sætið hreppti Heiðar Árnason frá Jacobsen Loftinu með drykkinn Straight outta Chocolate og í fjórða sæti varð Sigrún Guðmundsdóttir frá Hilton Reykjavík Nordica með drykkinn  Beetroot Sour.

Keppnin fór þannig fram að 4 keppendur kepptu í einu gaf dómnefnd hverjum drykk stig út frá bragði, lykt og útliti, í lok kvöldsins stigu 4 stigahæstu keppendurnir á svið á nýjan leik og hristu drykkina sína. Sem fyrr sagði var það svo drykkurinn Angelica Tradition sem Leó Ólafsson á heiðurinn af sem varð hlutskarpastur og tók hann við verðlaunum frá Haugen Gruppen sem er umboðsaðila Jim Beam á Íslandi.

Hér að neðan má sjá myndir frá keppninni og drykkjunum fjórum sem kepptu til úrslita.

 

(Visited 1 times, 2 visits today)