Heim / Vissir þú? / Ýmis þáttaskil

Ýmis þáttaskil

Þróun víns og víngerðar til okkar daga. 7. hluti, ýmis þáttaskil

Bakslag kom í víngerð í löndum Suður Evrópu. Sérstaklega átti þetta við um víngerð á Spáni. Márar, herskáir múhameðstrúarmenn frá Norður Afríku, lögðu undir sig Spán og nokkrar eyjar í Miðjarðarhafinu. Samkvæmt trú sinni neyta þeir ekki áfengis og því lögðu þeir niður víngerð á þeim svæðum sem þeir hertóku.

Á miðöldum fóru menn að gera greinarmun á gæðum vína og vínræktarsvæða. Breskur prestur varð fyrstur til að færa inn á landakort þau vín og svæði er einhvers virði voru. Hann skipti vínunum niður í dáð og minna dáð. Þetta kort ber ártalið 1224.

Kaupmenn í Feneyjum fluttu vín frá einum hluta Evrópu til annarrs. Þannig var hægt að bera saman vín hinna ýmsu svæða. Einnig urðu krossferðirnar til þess að menn kynntust mismunandi stílbrigðum vína eftir heimshlutum.

Þetta leiddi til framfara í víngerð. Hvert svæði lagði metnað í að bæta sína framleiðslu. Sérkenni landa og svæða innan þeirra urðu augljós.

Spánverjar og Portúgalir vöktu athygli fyrir framleiðslu sína á dýrindis sætum vínum, Sherry og Portvíni.

GK-BG

(Visited 11 times, 1 visits today)