Heim / Vissir þú? / Vínþrúgur

Vínþrúgur

Hverjar eru hinar ýmsu vínþrúgur veraldar?

Chardonnay er mesta tískuvín­þrúga í ­heiminum í dag, en hún er  einnig sú sem mest er ræktuð. Vínbændur velja Chardonnay vegna þess hve auðvelt er að rækta þrúguna, einnig gefur hún mikla uppskeru miðað við aðstæður. Chardonnay er sú hvítvínsþrúga sem gefur af sér fjölbreyttustu hvítvínin. Styrkleiki safans úr Chardonnay gerir það að verkum að víngerðarmaðurinn hefur mikla möguleika á því að búa til vín með sérstökum einkennum.

Þessi tegund vínviðar hefur sýnt það bæði í Búrgúnd og í Champagne, að hún gefur af sér sum bestu vín heimsins og þau hvítvín og kampavín sem lifa hvað lengst á flöskunni.

Frægustu hvítvín veraldar eru framleidd úr Chardonnay s.s. Chablis, Montrachet,

Meursault, Pouilly-Fuisse og Saint Véran í Frakklandi.   Þjóðir nýja-heimsins

hafa náð frábærum árangri með Chardonnay og er vert að nefna lönd eins og

Bandaríkin, Ástralíu, Suður-Afríku, Nýja-Sjáland og Chile.

Hér er tekið dæmi hvernig oft er fjallað um vínþrúgur en skrif um þær fylla margar bækur.

Frekari fróðleik má sækja inn á t.d. ÁTVR-síðuna og síðu Rolf Johansen og c/o

 

(Visited 7 times, 2 visits today)