Heim / Vissir þú? / Vínsnobb

Vínsnobb

Þróun víns og víngerðar til okkar daga. 8. hluti, vínsnobb

Bretar höfðu uppgötva hin frábæru vín frá Bordeaux og til varð orðið Claret yfir hágæða rauðvín frá Bordeaux sem þóttu ómissandi á borðum breskra aðalsmanna.

Á seinni hluta 15. aldar vildu menn finna lausn á því  vandamáli að vínin skemmdust alltof fljótt og brögðuðust þá eins og edik.

Árið 1586 skrifar Englendingurinn William Harrison um snobbið sem fylgir því að drekka vín úr glerflöskum og glerglösum sem aðeins var á færi aðalsins.

Fyrstu tilraunir manna til að framleiða flöskur til langtíma geymslu á borðvínum voru gerðar í Englandi árið 1630. Englendingurinn Sir Kenelm Digby sem fyrstu fjöldaframleiddi glerflöskur undir vín er titlaður ,,faðir” vínflöskunnar í vínsögunni.

Einn vandi var óleystur en það var tappinn í vínflöskuna.  Rómverjar höfðu notað korktappa en það hafði fallið í gleymsku. Menn reyndu að binda klúta yfir flöskuhálsinn en vínin héldu áfram að skemmast þrátt fyrir það. Einnig var reynt að strekkja leður yfir stútinn og utan á leðrið var brætt vax til þess að hindra að súrefnið næði að víninu. Allt kom fyrir ekki og engin lausn fannst.

GK-BG

(Visited 13 times, 1 visits today)