Heim / Vissir þú? / Tappi og tappatogari

Tappi og tappatogari

Þróun víns og víngerðar til okkar daga. 9. hluti, tappi og tappatogari

Næsta skref var að vandaðri framleiðendur fóru að láta steypa fyrir sig skrautlega glertappa sem ekki dugðu þó nógu vel.

Árið 1676 var byrjað að nota kork fyrir alvöru og þar með var loksins fundin laus til frambúðar. Korktappinn skapaði nýtt vandamál. Hvernig átti að ná þessu undraefni úr flöskuhálsinum án þess að korkurinn færi í vínið?

Fyrsta skrifaða heimildin um tappatogara er frá árinu 1681. Þar var  áhaldinu lýst sem stálormi er notast til að ná korktappa úr flöskuhálsi. Þessi stálormur hafði verið notaður í 50 ár  til að fjarlægja púður og kúlur úr byssuhlaupum ef ekki hafði tekist að sprengja púðrið eða skot misheppnast.

Árið 1720 er farið að nota orðið tappatogari um þetta nauðsynlega áhald.

GK-BG

(Visited 14 times, 1 visits today)