Heim / Vissir þú? / Orðrómurinn

Orðrómurinn

Þróun víns og víngerðar til okkar daga. 2. hluti, orðrómurinn

Orðrómurinn um hinn nýja drykk úr Kákasusfjöllum barst út fyrir landamæri þessara héraða og eftirspurn eftir honum varð sífellt meiri frá öðrum svæðum.

Fyrir botni Persaflóa höfðu byggst upp borgarasamfélög sem urðu dyggir kaupendur víns, er fram liðu stundir.

Vandamálið var tengt flutningi vörunnar á markað. Þetta leystu menn með því að sigla með vínið niður tvö stórfljót er renna í Persaflóann, ofan úr Kákasusfjöllum. Fljótin Efrat og Tígris urðu til þess að frægð og frami beið þessa  nýtilkomna drykkjar. Það voru íbúar hinna fornu borgarsamfélaga Kish, Ur og Babylon sem vildu kaupa mjöðinn. Þetta gerðist í kringum 3000 fyrir Krist. Fundist hafa veggmyndir og skreytingar frá þessum tíma er sýna fólk við víndrykkju.

GK-BG

(Visited 13 times, 1 visits today)