Heim / Vissir þú? / Gula ekkjan

Gula ekkjan

Þróun víns og víngerðar til okkar daga. 12. hluti, gula ekkjan

Á þessum tíma var að gerast merkilegur hlutur í héraðinu Champagne.  Heiðurinn af því átti ekkjan. Þetta var 27 ára gömul kona, ekkja eftir eiganda Veuve Clicquot Ponsardin fyrirtækisins. Nicole – Barbe Clicqout Ponsardin fann upp nýja aðferð við að grugghreinsa kampavín. Hún og starfsmenn hennar hófu að stilla kampavínsflöskum í rekka þannig að hálsinn snéri niður. Þá þurfti annað slagið að hrista og snúa flöskunum í rekkunum, til þess að óhreinindin söfnuðust öll að tappanum. Flaskan var opnuð og það fyrsta sem þrýstingurinn losaði úr flöskunni var gruggið.  Þetta þýddi að mun minna fór til spillis en áður hafði gert. Fram að þessu hafði vínið verið geymt á flöskunum liggjandi á hliðinni og safnaðist botnfallið niður á hlið flöskunnar.  Þetta hafði það í för með sér að umhella þurfti öllu víninu og alltof mikið úr hverri flösku fór til spillis.  Nú var aðeins örlítið af víninu sem tapaðist og einungis þurfti að fylla smá viðbót á hverja flösku til að vera kominn með vöruna í söluhæft form. Þessi aðferð Ponsardin ekkjunnar fékk nafnið Méthode Champenoise.

Feiri lönd fóru nú að láta til sín taka í víngerðinni. Þar er helst að nefna bæði Kaliforníu-svæðið í Bandaríkjunum og víngerð í Ástralíu.

GK-BG

(Visited 8 times, 1 visits today)