Heim / Vissir þú? / Grikkir

Grikkir

Þróun víns og víngerðar til okkar daga. 5. hluti, Grikkir

Á þessum tíma voru Grikkir fremstir þjóða í siglingum um Miðjarðarhafið. Sæfarendur frá Grikklandi fluttu mjöðinn með sér heim og þar með hófst víngerð í Grikklandi. Grikkir fundu fljótt markaði fyrir vín sín. Þeir fluttu mikið magn vína yfir Adríahafið til suðurhluta Ítalíu.

Víngerð varð ríkur þáttur í grísku samfélagi. Einn af hinum fornu guðum í grískri goðafræðinni var vínguð nefndur Dyonysus. Margir vildu tilbiðja guðinn, þar sem þáttur í tilbeiðslunni var að neyta guðsins í formi víns.

Rómverska heimsveldið var að rísa og svallveislur hirða rómversku keisaranna voru miklar. Rómverjar voru því fljótir að kynna sér alla þætti víngerðar. Þá fóru menn  að gera greinarmun á milli vína, hvað gæði varðar. Nú var hægt að gera samanburð á vínum frá Egyptalandi, Grikklandi og Ítalíu. Þróunin varð að betrumbæta víngerðina og uppfylla þar með kröfur hirðarinnar um hágæðavín. Í tíð hins mikla keisara Ágústusar á síðustu áratungum fyrir Krist urðu kröfur um gæði vína miklar.

GK-BG

(Visited 7 times, 3 visits today)