Heim / Vissir þú? / Flutningur

Flutningur

Þróun víns og víngerðar til okkar daga. 3. hluti, flutningur

Vandi Kákasushéraðanna var að finna fley sem nothæft væri til flutninganna niður árnar.  Þetta leystu menn með bátum úr trégrind sem nautshúðir voru strekktar utaná.  Þeir settu vínið á trétunnur og hlóðu þeim í bátana. Á áfangastað, í borgunum miklu við fljótin, var timbrið úr trégrindinni selt, nautshúðunum rúllað upp og þær fluttar aftur upp í fjöllin á ösnum. Þar með var fundin leið til að afla fjallahéruðunum útflutningstekna og um leið var hafin útbreiðsla léttvíns og víngerðar um allan heim.

GK-BG

(Visited 8 times, 1 visits today)