Heim / Vissir þú? / Drykkir Rómverja

Drykkir Rómverja

Svarta hliðið í Trier

Þróun víns og víngerðar til okkar daga. 6. hluti, drykkir Rómverja

Aukin gæði og mismunandi flokkun vínanna tryggðu ekki að vínin væru drykkjarhæf, ef við miðum við nútímavín. Yfirleitt voru þessi vín mjög áfeng, af léttvínum að vera og bragðmikil. Einnig voru þau dísæt.

Einu vínin sem framleidd eru í dag og líkja má við vín frá þessum tíma væri sætt vín og þá helst Madeira. Vínin drukku Rómverjar útþynnt, ýmist með heitu eða köldu vatni og jafnvel með volgum sjó.

Í rústum hinnar fornum borgar Pompei hafa fundist vínbarir, sem skriflegar heimildir herma að hafi selt bæði vín og mat. Gestir gátu þá pantað mismunandi vín. Þau voru þá framreidd ýmist blönduð með köldu eða heitu vatni eða sjó, en allt fór þetta þó eftir veðri hverju sinni. Þegar heitt var úti var blandað með köldu, en því svo öfugt farið ef kólnaði.

Í landvinningum Rómverja barst svo vín og víngerðarhefðin víðsvegar um Evrópu. Rómverjar fluttu vín til herja sinna en þar sem ræktunarskilyrði þóttu ákjósanleg plöntuðu þeir vínviði til þess að framleiða vín. Með þeim þróaðist  víngerð í Frakklandi, Spáni og alla leið upp í Mið Evrópu.

Í dag má sjá ummerki um dvöl Rómverja allt norður til borgarinnar Trier í Þýskalandi. Í Trier voru höfuðstöðvar Rómverja og þar stunduðu þeir víngerð í Rínardalnum.

Svarta hliðið í Trier, þar endaði Rómarveldi í norðri

Gk-BG

(Visited 6 times, 1 visits today)