Heim / Vissir þú? / Dom Pérignon

Dom Pérignon

Þróun víns og víngerðar til okkar daga. 10. hluti, þáttur Dom Pérignon

Fyrsti fullkomnunarsinni nútíma víngerðar var munkurinn Dom Pérignon. Eftir að víngarðar Champagne héraðsins höfðu verið tættir í sundur í styrjöldum og óáran tók þessi maður sig til og gerði Champagne að þeirri gullkistu sem þetta hérað hefur verið æ síðan.  Þessum manni voru fengin öll yfirráð yfir framleiðslu freyðivíns Hautvillers klaustursins. Þetta gerist árið 1668, er hann var aðeins 29 ára að aldri. Dom Pérignon var talinn einstakur snillingur í blöndun vínsafa frá hinum ýmsu svæðum og búgörðum í Champagne héraðinu.  Hann fann út hina einu sönnu blöndu sem tryggði mestan ilm, mýkt og langt eftirbragð.

Ein frægasta kampavínstegund heims heitir einmitt Dom Pérignon og er það mesta gæðavín framleiðandans Moët og Chandon.

Þróun víngerðar frá árinu 7000 fyrir Krist og allt fram á 19. öld var í raun afskaplega lítil ef frá er talið að ílátin og lokun þeirra batnaði. Allt í einu upplifðu sælkerar og vínáhugamenn freyðandi kampavín, úrvals búgarðavín frá Bordeaux, Tokajivínin, gæðaportvín og fyrstu merki um gæðavín utan Evrópu. Nýi heimurinn var kominn á kortið í víngerðinni.

Bandaríkjamenn komust brátt á spjöld sögunnar í víngerðinni. Minnast má á okkar mann í því sambandi. Sagan segir að Leifur Eiríksson hafi siglt frá Íslandi til vesturheims, í kringum árið 1000.  Við heimkomuna sagði hann frá landi sem hann nefndi Vínland hið góða.  Leifur fór aftur til Vínlands og reisti byggð þar, sem síðar var kallað New England. Ef til vill áttu Íslendingar fyrsta víngerðarmanninn í Vesturheimi á Cape Cod.

GK-BG

(Visited 13 times, 2 visits today)