Heim / Vissir þú? / Byrjunin

Byrjunin

Þróun víns og víngerðar til okkar daga. 1. hluti, byrjunin

Fyrsta skipulagða ræktunarstarfsemin í vínframleiðslu er talin hafa  verið stunduð af bændum í Georgíu og Armeníu í Kákasusfjöllum.

Fornleifafræðingar hafa reynt að tímasetja minjar um raunverulega og skipulagða ræktun vínviðar sem fundist hafa í Georgíu. Þessar minjar benda til þess að þessi skipulega ræktun hafi verið hafin einhverjum árþúsundum fyrir Krist. Þarna vex villt sú planta sem er undirstaða allrar víngerðar. Þennan runna, sem er í eðli sínu klifurjurt var því að finna innan um annan gróður í skóglendi. Vínviðurinn nýtti sér öflugri trjástofna til að vefja sig utan um.

GK-BG

(Visited 11 times, 3 visits today)