Heim / Fréttir / Viðtal við Tómas formann BCI

Viðtal við Tómas formann BCI

image005Í tilefni þess að þau Leó og Elna eru á leið á barþjónanámskeiði og keppnir út í Eistlandi, Finnlandi og Lettlandi þá settust þau niður með honum Tómasi, formanni BCI og fengu hans sín á þessu ævintýri þeirra.

Af hverju erum við að fara út ?

Tómas : “Þið eruð ung, hafið áhuga á barmennsku, gott fyrir klúbbinn að fá ungt fólk inn þegar hann er að taka svona stórum breytingum.  Það er æðislegt fyrir ykkur að fara út og kynnast alþjóða samfélaginu, ungu barmönnunum og þeirra vinnubrögðum. Þetta námskeið er fyrir unga barþjóna og til þess að miðla reynslunni til annara.

Hver eru okkar sterkustu og veikustu hliðar að þínu mati?

Tómas: “ þið eigið ekki að setja ykkur á stall hvað þið getið og getið ekki. Þið eigið að fara út og drekka í ykkur  námsefnið. Sækja ykkur reynslu,bæta við það sem þú kannt í dag og fylgjast með eitthverjum utankomandi og sjá hvar þið standið. Gagnvart öðrum barþjónum. Ég fór út á training center árið 1992, þá var þetta í Noregi. Þetta skiptir í raun miklu máli að sjá hvar þið standið, þið eruð búinn að taka þátt í íslandsmeistarakeppnunum og standið ykkur mjög vel í því. Þannig að þið eruð mjög góðir barþjónar”.

Hvernig heldurðu að við munum standa okkur?

“Við værum ekki að senda ykkur út ef þið væruð ekki að standa ykkur vel, þið hafið brjálaðan áhuga á þessu og þið munuð leggja allt í það. Ég hef engar áhyggjur að þið munuð standa ykkur illa”.

Hvað heldurðu að þetta muni gefa af sér gagnvart barþjónasamfélaginu?

“Þetta mun bara vonandi efla barþjónakúbbinn og barþjónasamfélagið í heild sinni, þetta mun taka einhvern tíma en það mun gera það”.

Hversu ítarlegt er þetta námskeið?

“Þetta er gríðaleg reynsla sem þú ert að fá. Þú ert að sækja þér mjög mikið efni á stuttum tíma í þekkingu. Það er bara þannig, þú munt átta þig meira á því sjálfur eftir þennan hálfan mánuð”.

Hvernig tengsl skapar þetta fyrir Ísland?

“Það voru sendir barþjónar út á sínum tíma , en þetta námskeið hefur verið sofandi í dágóðan tíma og raun og veru að byggjast upp aftur hjá IBA að vera með þessa skóla. Það tengslanet sem þið fáið  við unga barþjóna  er í raun tengslanetið sem þið munuð hafa í framtíðinni.. Þið getið nýtt ykkur þetta og barþjónaklúbburinn líka”.

Leó : Það er skemmtilegt að við þessi tengsl sem myndast úti þá verður hægt að senda íslenska barþjóna meira út til norðurlandanna til að keppa þar.
Tómas : ” það er klárlega hægt að gera það, það var svoleiðis fyrir 10 árum síðan ,fullt af norðurlandarkeppnum. Einnig  það er að aukast”..

Hver er stefna barþjónaklúbbsins í dag?

Tómas:  Stefnan er að reyna að miðla reynslu, fagmennsku, halda keppnir og efla alþjóðlegt samstarf. Senda unga nemendur og barþjóna út í keppnir erlendis og hafa gaman í raun og veru. Reyna að halda sem flestar kokteilkeppnir svo okkar fólk sjái hvar það stendur. Þetta er það  skemmtilegasta sem barþjónninn fær að gera. Að búa til eitthvað nýtt og hvað hann getur gefið af sér í samkeppni við aðra barþjóna. Þetta er líka byrjað að vera fagmannlegra við það að vinna meira með skólanum. Við í barþjónaklúbbnum þurfum að vinna vel með skólanum og ungu fólki. Barþjónaklúbburinn á að vera eins og viskubrunnur”.

Leó :  “Kveikja neista”.

Ættu stéttafélögin að styrkja svona námskeið?

“Matvís ætti að styrkja sína félagsmenn og ættu að stéttarfélög að sjálfsögðu að gera það. En við hjá barþjónaklúbbnum erum undanskildir stéttarfélögum og tengjum okkur ekki við þau. Við viljum ekki blanda okkur í kjarabaráttu eða vinnu með eitthverju einu stéttarfélagi”.

Leó :” Vera í raun vinur allra ?”

Tómas : “Þannig að ófaglærður aðili sem er að vinna eitthverstaðar og er ekki búinn að fara í Hótel- og veitingaskólann , en hefur mikinn áhuga á barmennsku á að geta sótt sér í  styrk til Eflingar, Vr eða hvað sem það heitir”.

Leó : “Vonandi styrkja þeir okkur þegar allt er komið á borðið”.

(Visited 1 times, 1 visits today)