Heim / Fréttir / Úrslitin í máli og myndum

Úrslitin í máli og myndum

Stefán hampar sigrinum

Stefán hampar sigrinum

Sunnudagskvöldið 8. febrúar fór fram í Gamla Bíó úrslitakeppnin í Íslandsmóti Barþjóna, vinnustaðakeppni barþjóna og Reykjavík Cocktail Weekend drykknum.

Það var hann Stefán Ingi Guðmundsson á Steikhúsinu sem bar sigur úr býtum í íslandsmótinu í sinnu fyrstu keppni með drykkinn Caramillo.
Í öðru sæti lenti margfaldur íslandsmeistari Guðmundur Sigtryggson á Hilton og í því þriðja lenti Árni Gunnarsson á Gullöldinni.

Í vinnustaða keppninni var það Kári Sigurðsson á Apótekinu sem bar sigur úr býtum annað árið í röð með drykkinn Dillagin.
Í öðru sæti varð Agnar Geir Bjarkason á Cafe París og í því þriðja varð Bruno Falco á Kjallarinn.
Reykjavík Cocktail Weekend drykkurinn féll í skaut Sushi Samba og var það Svavar Helgi með drykkinn Lorenzo.

(Visited 1 times, 1 visits today)