Heim / Fréttir / Tvöfaldur sigur hjá Guðmundi Sigtryggssyni | Íslandsmeistari barþjóna og RCW drykkur ársins

Tvöfaldur sigur hjá Guðmundi Sigtryggssyni | Íslandsmeistari barþjóna og RCW drykkur ársins

    Frá verðlaunafhendingunni, f.v. Árni Gunnarsson, Guðmundur Sigtryggson og Valtýr Bergmann

Frá verðlaunafhendingunni, f.v. Árni Gunnarsson, Guðmundur Sigtryggson og Valtýr Bergmann

Í gær fór fram Íslandsmeistaramót barþjóna sem haldið var á Hilton Hótel Nordica, þar sem keppt var í „Fancy cocktail“. Nálgast má stigagjöf á pdf formi í fréttinni !

Úrslit urðu eftirfarandi:

1. sæti – Guðmundur Sigtryggson, Hilton Hótel Nordica

2. sæti – Árni Gunnarsson, Stapinn

3. sæti – Valtýr Bergmann, Fiskmarkaðurinn

Veitt voru verðlaun fyrir fagleg vinnubrögð og besta skreytingin, en úrslit urðu þessi:

Fagleg vinnubrögð: Elna María Tómasdóttir, Hilton Hótel Nordica

Besta skreytingin: Sigrún Guðmundsdóttir, Steikhúsið

Einnig voru þrír drykkir sem kepptu til úrslita sem Reykjavík Cocktail weekend drykkurinn 2014 og sigraði Guðmundur Sigtryggsson með drykkinn Windmill.

Stigagjöf og úrslit frá Íslandsmóti barþjóna má nálgast á pdf formi hér. Pdf

Stigagjöf og úrslit frá Vinnustaðakeppni barþjóna má nálgast á pdf formi hér. Pdf

Mynd: Tómas Kristjánsson.

 

(Visited 1 times, 1 visits today)