Heim / Fréttir / Þessi keppa til úrslita á sunnudaginn

Þessi keppa til úrslita á sunnudaginn

Fimmtudagskvöldið 1. febrúar fóru fram undankeppnir í Íslandsmóti Barþjóna (IBA) og þemakeppni Reykjavík Cocktail Weekend, en að þessu sinni var keppt í Whiskey-Diskó.

Hátt í 30 keppendur voru skráðir til leiks og komust 3 keppendur í hvorri keppni áfram í úrslitakeppnina sem fram fer sunnudaginn 4. febrúar á milli kl 14-16 í Gamla Bíó.
Einnig var tilkynnt um hvaða 5 staðir keppa til úrslita í keppninni um Reykjavík Cocktail Weekend drykkinn, en sú keppni fer þannig fram að hver og einn af þeim stöðum sem taka þátt tilnefna 1 drykk af sínum RCW seðli til þáttöku.
Þeir keppendur og staðir sem komust áfram má sjá hér undir videoinu.
Íslandsmót Barþjóna (IBA)
– Árni Gunnarsson (Soho)
– Grétar Matthíasson (Grillmarkaðurinn)
– Elna María Tómasdóttir (Nauthóll)
Whiskey Diskó – Þemakeppni
– Hanna Katrín Ingólfsdóttir  (Grillmarkaðurinn) Green is good
– Helgi Aron Ágústsson  (Pablo Discobar) Smoky Tony
– Sævar Helgi Örnólfsson  (Sushi Social) Tony Montana’s Disco
Reykjavík Cocktail Weekend drykkurinn
– Apótek Restaurant
– Geiri Smart
– Út í bláinn
– Sushi Social
– Public House Gastropub
(Visited 1 times, 1 visits today)