Heim / Fréttir / Skráning í keppnir og skil á uppskriftum

Skráning í keppnir og skil á uppskriftum

Opið er fyrir móttöku uppskrifta í keppnir í Íslandsmótum Barþjóna til kl 12:00 miðvikudaginn 31. janúar

Um tvær keppnir er að ræða:
Íslandsmót Barþjóna samkvæmt IBA reglum  – Sjá reglur her: Uppskriftablað-Íslandsmót-2018
ATH – Ekki er dæmt útfrá faglegum vinnubrögðum nema ef að keppendur fara yfir á tíma.
Þetta ætti því að vera kjörið tækifæri fyrir sem flesta til þess að taka þátt.

Frá og með 2018 verður á hverju ári nýtt þema fyrir keppnina sem áður gekk undir nafninu ”Vinnustaða keppnin” Hún mun heita eftir því þema sem á við hverju sinni.
Fyrsta keppnin sem haldin verður með þessum hætti heitir WHISKEY DISCO – sjá reglur hér:  Whiskey-Disko

Að hverju erum við að leita í Whiskey Disco?
Whiskey kokteilar njóta mikilla vinsælda í heiminum í dag og er eftirspurnin eftir þeim farin að aukast. Til að gera keppnina meira spennandi ákváðum við að hafa Diskó þema og eru auka stig gefin fyrir hversu vel keppendur ná að nýta sér Diskó þemað í sínum drykk.

Skila skal inn uppskriftum hér að neðan

Skráning í keppnirnar fer fram hér að neðan

(Visited 1 times, 1 visits today)