Heim / Fréttir / Mekka óskar eftir sölufulltrúa

Mekka óskar eftir sölufulltrúa

 

Mekka Wines & Spirits, var stofnað árið 1995 og er ein stærsta áfengisheildverslun landsins.

Fyrirtækið flytur inn fjölmörg af þekktustu áfengisvörumerkjum heims
og leitar nú að metnaðarfullum og lífsglöðum samstarfsmanni.

Hæfniskröfur:
● Reynsla og/eða menntun sem nýtist í starfið
● Þekking á áfengismarkaði og léttvínum sérstaklega er kostur
● Söluhæfileikar og sannfæringamáttur
● Þjónustulund
● Framúrskarandi samskiptahæfileikar
● Drifkraftur og metnaður til að ná markmiðum

Helstu verkefni:
● Dagleg samskipti við viðskiptavini
● Byggja upp og efla viðskiptasambönd
● Tilboðsgerð og frágangur sölusamninga
● Vörukynningar

Við bjóðum samkeppnishæf og árangurstengd laun.

Frábæra vinnuaðstöðu, hvetjandi vinnuumhverfi og skemmtilegan starfsanda.
Áhugasamir sendi inn umsókn (ásamt mynd) með ítarlegri ferilskrá og kynningarbréfi,

merkt „sölufulltrúi 2018“ á umsokn@mekka.is.

Nánari upplýsingar um fyrirtækið og vörubreiddina er að finna á www.mekka.is.

Fyrirspurnum um starfið verður ekki svarað í síma.
Umsóknarfrestur er til og með mánudagsins 20. ágúst 2018

 

(Visited 1 times, 1 visits today)