Heim / Fréttir / MasterClass RCW – Dagskrá

MasterClass RCW – Dagskrá

Laugardaginn 6. febrúar fer fram svokallað Master Class Reykjavík Cocktail weekend. Boðið verður upp á 7 fyrirlestra auk smakks á flottum vín tegendum.
Helstu vínbirgjar og framleiðendur landsins verða með kynningar á sínum vörum á svæðinu auk fyrirlestrana.
Miðaverð er aðeins 1.000 kr og verður miðasala við innganginn og á tix.is
Master Class

Dagskrá

15:00 – Salur 1
Karl K. Karlsson – Torres
Javier frá Torres mun vera með kynningu á Torres Brandy og PISCO EL Gobernador.Leyfir gestum að smakka á Torres 15, old fashion cocktail og sidecar. Hann mun síðan bjóða einhverjum úr salnum að gera cocktail með honum.

15:00 – Salur 2
Reykjavík Distellery
Snorri Jónsson og Andri Davíð Pétursson munu veita gestum innsýn í heim Reykjavik Distillery. Fjallað verður um hvað gerir vörurnar einstakar og þá einstöku möguleika sem þær færa barþjónum landsins. Boðið verður uppá smakk af vörulínunni sem telur allt frá líkjörum yfir í gin, vodka og brennivín, ásamt því að hristur verður einstakur kokteill

16:00 – Salur 1
Vífilfell – Hendricks
Duncan McRea er heimsþekktur gin sérfræðingur sem hefur ferðast um heiminn sem sendiherra Hendricks ginsins í þeim tilgangi að kynna hið einstaka Hendricks gin. Duncan mun halda fyrirlestur kl 16:00, þar fer hann yfir bruggferlið og hvað það er sem gerir Hendricks ginið svona frábrugðið örðu gini á markaðnum. Sérstaklega áhgugaverður fyrirlestur sem allt gin áhugafólk ætti ekki að láta fram hjá sér fara.

16:00 – Salur 2
Eimverk
Egill Gauti Þorkelsson, yfireimari Eimverks Distillery verður með erindi um framleiðsluna og vörunar frá Eimverk Distillery.
Meðal annars verður fjallað um: Flóka sem er íslenskt Viskí, Vor sem 100% íslenskt hágæða Gin og Víti, íslenskt Premium Aquavite.
Einnig gefst tími fyrir spurningar og svör.

17:00 – Salur 1
Globus – Foss Distellery
Foss distillery býður barþjónum og öðrum áhugasömum að koma og kynnast vörum fyrirtækissins á Foss Distillery Masterclass á Hótel Plaza laugardaginn 6.febrúar kl.17.00. Hér gefst fólki kostur á að bæði smakka vörurnar og kynnast því betur hvernig við notum þær í hinar ýmsu kokteilablöndur. Barþjónninn Leó Ólafsson, sem kom sá og sigraði fyrstu kokteilakeppni Foss distillery, mun leiða gesti í gegnum vörulínuna og þá mismunandi eiginleika sem hver vara hefur. Hér gefst fólki því einstakt tækifæri á að smakka líka birki vodkann og birki bitterinn sem beðið er eftir!

17:00 – Salur 2
Ölgerðin – Borg Brugghús
Valli bruggmeistari Borg mun fræða okkur um framleiðsluna þeirra, smakka og kynna okkur nánar fyrir nokkrum af þeirra afurðum.

18:00 – Salur 1
Globus – Havana Club
Erpur Eyvindarson ætlar að miðla af þekkingu sinni til áhugasamra um romm og Kúbu.
Markmiðið er að „doktor“ mennti unnendur um það sem skiptir mál er varðar El Ron de Cuba.
Erpur ætlar sér að skauta létt í gegnum sögu Kúbu og rommsins þar sem þessir þættir eru tengdir órúfanlegum böndum.
Boðið verður að sjálfsögðu uppá smökkun á eðalrommi Havana Club og þar á meðal Havana Club Selecction de Maestros sem er í sérlegu uppáhaldi . Þetta verður fróðlegt og umframallt skemmtilegt.

(Visited 1 times, 2 visits today)