Heim / Fréttir / Leó og Elna halda í víking

Leó og Elna halda í víking

Um þessar mundir eru þau Leó Ólafsson og Elna María Tómasdóttir að taka þátt í barþjónanámskeiði og keppnum út í Eistlandi, Finnlandi og Lettlandi.
Þau eru bæði nemar í í Hótel- og veitingaskólanum, við settumst niður með þeim rétt fyrir brottför og fengum aðeins að skyggnast inn í það hvers vegna þau ákváðu að fara í “víking”

Nánari upplýsingar um námsekiðið má finna á Facebook síðunni 

Hver eruð þið  ?

Limage001eó : “Ég heiti Leó Ólafsson og er að læra þjóninn, einnig er ég búinn að vera mjög virkur í barþjónaklúbbnum. Er í stjórn klúbbsins ,búinn að vera í eitt ár, ásamt Elnu meðal annara.  Hef verið að  taka þátt í keppnum, m.a. búinn að taka þátt í heimsmeistarakeppni í Prag og vann Björk & Birki keppnina hér heima. Stefni á að efla barmenninguna innan veitingargeirans”.

Elna : “ Ég heiti Elna María Tómasdóttir, og er yfirþjónn á MAR, og  er búinn að vera í stjórn í barþjónaklúbbnum í hátt í tvö ár. Sömuleiðis búinn að vera að taka þátt í fjölda keppna, hef lent í 2.sæti í vinnustaða keppni, faglegu vinnubrögðin í vinnustaðakeppni og á Íslandsmeistaramóti. Hef aldrei keppt úti áður fyrr en núna. “

Leó : “ Já þú ert rosalega sterk í tæknilegum/faglegum vinnubrögðum.”

Elna : “ Ég lærði þjóninn, og er að taka meistarann núna, þetta er það sem er í gangi hjá mér núna”.

image003Hver er þín stefna Elna?:

Elna: “Hver er stefnan mín? Er það ekki eins og hjá flest öllum þjónum á Íslandi að opna sinn eigin veitingastað, verða mold rík og hafa allt flæðandi í kokteilum” segir hún hlæjandi.”
Leó: “ Þú ert auðvitað að læra meistarann, er það til að fá fleiri þjóna á samning?”
Elna: “ Já meðal annars, til að fá meistararéttindi og ryðja burt öllumr hindrunum!”
Leó : “það vill svo skemmtilega til að það er búið að stofna klúbb framreiðslumeistara”
Elna: “ já það opnar þær dyr.”
Leó  : “Það er eitthvað sem ég sé fyrir mér að stefna á, væri mjög áhugavert eftir nokkur ár”Elna : “ Ég ætlaði mér nú ekki að taka meistarann, maðurinn minn ,Arnór , er búinn að taka meistarann og þurfti ég að fylgja á eftir!”

Hverning spratt áhuginn?

Elna: “Ég hef verið kringum þjóna allt mitt líf og alist upp með þeim, frá því ég var ungabarn. Tók með mér hristarann í leikskólann ,sagði móðir mín mér”
Ólöf: “Svo þegar var dótadagur þá tókstu með þér hristarann”
Leó : “ Óáfengir kokteilar á línuna í leikskólanum” skellir Leó uppúr.
Elna :”Alveg rétt, trúi ég því. Þetta er enginn skrifstofuvinna, svo ég þarf ekki að sitja á afturendanum allan daginn.”
Leó : “Þegar áhuginn kviknaði hjá mér, þá vissi ég í raun ekkert hvað ég ætti að gera í lífinu. Var í skóla  þar sem ég flosnaði upp úr. Á sama tíma var ég að byrja að vinna á Esjunni (Apótekið núna) og var þar að vinna sem barþjónn. Þá byrjaði þessi áhugi . Svo færði ég mig yfir á Vegamót og var þar í tvö ár, fór fyrir þeirra hönd og vann þar fyrstu barþjónakeppnina mina ( Björk & Birki) og þá vissi ég að þetta var eitthvað fyrir mig. Neistinn varð til og gladdist ég mjög að sjá hvernig fólk brást við því sem ég bjó til. Finnst það alveg yndislegt. Fjölskyldan í kringum þetta líka og hvað maður kynnist mörgum”
Elna: “Lítið samfélag”
Leó : “Vonandi stækkandi samfélag, eitt að því sem við erum að gera og aðrir, að reyna að efla þetta  samfélag.

Hvernig leggst þetta námskeið í ykkur?

Bæði samróma: “ Mjög vel!!!”
Leó: “Ég er dálítið stressaður, en að vera smá taugaóstyrkur yfir þessu tel ég vera jákvætt. Ef maður væri of afslappaður, þá væri manni alveg sama. Það eru mjög mikið af hlutum þarna inni sem ég bjóst ekki við því að fara að taka, eins og viðskiptalega hliðin á þessu.. Hvernig á að koma kokteilum á framfæri og það sem er kallað ,,best business management”.
Elna : “ Eina sem leggst illa mig er að vera burtu frá dóttir minni í tvær vikur.”
Leó “Og hvolpinum sem þú varst að fá þér”
Elna: “En það er ekki eitthvað sem að óx inní mér Leó. Ég er alveg með hnút í maganum yfir því að skilja dóttir mina eftir í tvær vikur.”
Leó : “ Það er samt bjartari framtið fyrir hana “
Elna : “ Já get haft samband við hana í gegnum  Skype “
Leó :. En ég er mjög spenntur fyrir fleiru þarna, eitthvað sem ég bjóst engan veginn við að fara í master poker class þarna úti. Við verðum flott þegar við komum heim í pókerinn”
Elna : “Ég var að sýna móðir minni spilavítið ,sem við förum í og hún spurði mig hvort ég væri spenntari fyrir því heldur námskeiðinu sjálfu, haha hvað meinaru ?!”
Leó : “ En taka það fram að þetta námskeið er mjög ýtarlegt og fer í gegnum barþjónamenninguna frá A til Ö, þetta er mjög mikill fróðleikur á stuttum tíma!  Ræs kl 8 og búið 21:00.”

Hvað fynnst ykkur mest spennandi?

Elna: “Ég er mjög spennt fyrir ,,flair”, það hrífur mig mjög mikið”
Leó : “ Ég er mjög spenntur fyrir Garnish(skreyting) , það er eitthvað sem ég er óöruggastur með og tæknileg vinnubrögð ”
Elna: “ Hlakka til að geta hent flöskum og gert trix”
Leó : “Ég væri alveg til í að kunna nokkra takta, en þetta er ekki minn still og sé mig ekki fyrir mér á þessu sviði”
Elna : “ Mér langar að taka Bruno all the way!”

Er fjöldi keppna?

Leó : “þær eru þrjár”,

8th of September – Mattoni Non-Alcoholic Cocktail Competition – Black Box
14th of September – Young Bartenders Competition
16th of September – Monin Competition,

Hvaða möguleika helduru að þetta opni fyrir ykkur?

Elna : “ Það er margir möguleikar, aðallega eflir okkur sem barþjóna”
Leó : “ Held að þetta muni opna möguleika fyrir aðra þegar við byrjum að geta gefið af okkur. Við getum þá svarað spurningum sem aðrir geta  ekki svarað. Verðum víðsýnni.”
Elna : “ Þegar þú lærir þjóninn, þá lærir þú barþjóninn ,en ekki sem slíkan, lærir bara grunnatriðinn sem slík. En ekki t.d.Garnish sér “.
Leó : “Barþjónninn er svo stór, það er hægt að sérhæfa sig í svo mörgu, persónulega finnst mér að það ætti að vera sérgrein að vera barþjónn, eða allavega ýtarlegt námskeið innan skólans. Við getum jafnvel tekið það að okkur í framtíðinni”
Elna: “Gerum það!” segir Elna með áhugasömu brosi
Leó: “Það væri geðveikt!”

Hvað er IBA?

Elna: International bartender association
Leó : Alþjóðlegur barþjónaklúbbur sem er út um allan heim, hann er í Bandaríkjunum, Asíu, Ástralíu. Þetta er tengslanet sem er  alltaf opið fyrir nýjungum. Klúbburinn vinnur út frá upprunalegu kokteilunum og vinnur svo út frá þeim.
Elna : IBA heldur utanum um það og forsetarnir hittast einu sinni á ári á aðalfundi, ákveða hvað er inn og hvað er út, svipað eins og hjá klúbb matreiðslumanna.
Leó : “Ég myndi segja að þetta væri svona ríkisstjórn barþjóna”
Elna: “Svona eins og evrópusambandið”.

Hvað er BCI?

Leó : “Barþjóna klúbbur Ísland”
Elna : “Bartending Club of Iceland”
Leó : “Hann heldur keppnir hér á landi.  Getið séð það á þeim auglýsingum sem eru merktar með BCI logoinu.  Einnig erum við að efla barþjónamenninguna og vinna með skólanum. Höfum gert það í mörg ár. Auk þess undanfarin ár hafa verið  grósku ár í barþjónamenningunni og kokteilunum sjálfum eftir að áfengisbannið varð.
Elna: “ Bjórinn er einnig orðinn svo stór á íslandi, það vantar eitthvað nýtt inní flóruna”.Leó : “Þegar áfengislögin voru sett á Bandaríkin, þá fluttu margir barþjónar þaðan frá til Evrópu til að halda sinni sérgrein áfram. Þetta var stór högg fyrir kokteila og barmenningu. Evrópa var heldur ekki eins opin fyrir þessu, þar sem vín og bjórmenning var mun sterkari”.

Ættu stéttafélög að styrkja svona námskeið?

Elna : “Já upp að vissu marki”
Leó : “’Ætti að vera tekið í myndina það sem við erum að læra, hversu ýtarlegt þetta er”
Elna : “Er Matvís að styrkja kokkana í námskeiðum þeirra? Ef svo er þá finnst mér sjálfsagt að það ætti að styrkja okkur í þessu.. Allavega er þetta hægt að gera fyirr þjóna, svo hægt að gera annað fyrir smiðina”.
Leó : “Það ætti að vera að styrkja fleiri iðngreinar, Þekki strák sem er að fara á sínum eigin vegum út í hárgreiðslunámskeið. Það er til dæmis eitt sem hægt væri að styrkja, þó ég held að Efling sé með það. Það þarf frumkvöðla í þetta og þeir þurfa að láta í sér heyra eins og við erum að gera”.

(Visited 1 times, 1 visits today)