Heim / Fréttir / Jim Beam kokteilakeppnin 2016

Jim Beam kokteilakeppnin 2016

jimbeam-kokteilakeppni2016-01Haugen Gruppen og Barþjónaklúbbur Íslands standa fyrir hinni árlegu kokteilakeppni Jim Beam. Þetta árið er þemað klassískir amerískir kokteilar. Drykkurinn skal innihalda að lágmarki 3cl af einni eða fleiri Jim Beam vörum.

Opið er fyrir umsóknir til og með 6. Nóvember.

Keppendur þurfa að skila eftirfarandi upplýsingum:
Nafn á drykk
Uppskrift
Aðferð
Mynd(ir) af drykk
Hugmynd að baki drykk
Nafn, símanúmer, email og vinnustaður 

Umsóknir skulu sendar á JimBeam@haugen.is

Þann 16. nóvember verður svo tilkynnt um þá 12 drykki sem keppa til úrslita á B5, miðvikudaginn 23. nóvember kl. 20:00. Dómnefnd samanstendur af aðilum frá Barþjónaklúbbi Íslands, Reykjavík Cocktail Club og fagmönnum í bransanum.

Verðlaunin í ár eru ekki af verri endanum. Sigurvegarinn hlýtur að launum ferð á Berlin Bar Convent 2017 og aðgang að lokuðum Jim Beam viðburðum.

jimbeam-kokteilakeppni2016-01 f57a9090-sigrun-4saeti-svavar-helgi-2saeti-heidar-3saeti-leo-olaf f57a9139-domarar-bci-vinningshafar jim-beam-1saeti-leo-olafsson

(Visited 1 times, 1 visits today)