Heim / Fréttir / Íslandsmót barþjóna og “smakkstofa” um helgina

Íslandsmót barþjóna og “smakkstofa” um helgina

Tómas Kristjánsson

Tómas Kristjánsson

Íslandsmeistaramót barþjóna verður haldið á Hilton Hótel Nordica 16. febrúar. Barþjónaklúbbur Íslands stendur fyrir mótinu en klúbburinn hefur starfað í hálfa öld.

Barþjónastarfið er eitthvað sem ekki er hægt að sinna með hangandi hendi ef vel á að vera. Brennandi áhugi er ekki bara plús, það má segja að hann sé nauðsyn

, segir Tómas Kristjánsson forseti Barþjónaklúbbs Íslands. Klúbburinn varð fimmtíu ára nýverið en hann var stofnaður árið 1963 og eru meðlimir hans í dag nærri áttatíu.

Klúbburinn hefur í gegnum tíðina staðið fyrir kynningum á borð við “Vín og drykkir” í Perlunni fyrir almenning. Þá er klúbburinn vettvangur fyrir meðlimi til að fræðast hver af öðrum

, segir Tómas og bendir á að félagar í klúbbnum hafi náð góðum árangri á alþjóðlegum stórmótum erlendis í gegnum árin.

Guðmundur Sigtryggsson sigraði í Íslandsmóti barþjóna 2013 með drykkinn Litla Flugan og keppti þar með fyrir hönd Íslands á heimsmeistaramóti faglærðra barþjóna sem fram fór 16. – 22. ágúst á síðasta ári á Hilton Prague Hotel í Prag, Tékklandi. Guðmundur lenti í 2. sæti sem er frábær árangur.

Guðmundur Sigtryggsson sigraði í Íslandsmóti barþjóna 2013 með drykkinn Litla Flugan og keppti þar með fyrir hönd Íslands á heimsmeistaramóti faglærðra barþjóna sem fram fór 16. – 22. ágúst á síðasta ári á Hilton Prague Hotel í Prag, Tékklandi. Guðmundur lenti í 2. sæti sem er frábær árangur.

Til dæmis varð Margrét Gunnarsdóttir heimsmeistari í faglegum vinnubrögðum og Bárður Guðlaugsson heimsmeistari í þurrum drykkjum. Hreinn Hjartarson hreppti silfur árið 2012 og nú síðast fékk Guðmundur Sigtryggsson silfurverðlaun fyrir drykk sem hann skapaði

, segir Tómas.

Hreinn Hjartarson sigraði íslandsmót barþjóna 2012 með drykkinn Rauða Rósin og keppti þar með fyrir hönd Íslands á heimsmeistaramóti faglærðra barþjóna sem haldið var í Kína, Hreinn endaði í þriðja sæti sem verður að teljast frábær árangur.

Hreinn Hjartarson sigraði íslandsmót barþjóna 2012 með drykkinn Rauða Rósin og keppti þar með fyrir hönd Íslands á heimsmeistaramóti faglærðra barþjóna sem haldið var í Kína, Hreinn endaði í þriðja sæti sem verður að teljast frábær árangur.

Reykjavik Cocktail Weekend - Götukort

Um helgina verður blásið til veislu

Íslandsmót barþjóna verður haldið í fimmtugasta sinn og í fyrsta skipti höldum við Reykjavík Cocktail Weekend, hanastélshelgi í henni Reykjavík. Þetta er liður í að fá fleiri gesti á þennan viðburð sem fram að þessu hefur verið aðeins of mikil “bransahátíð”

, segir Tómas glaðlega og bætir við;

Barþjónar eru félagsverur og það væri takmarkað gamanið ef engir væru gestirnir.

Tómas segir að hanastélið hafi gleymst svolítið í seinni tíð, sérstaklega eftir að bjórinn var leyfður á ný og tilbúnir blandaðir drykkir komu á flöskum.

En nú er það að koma aftur af fullum krafti

, segir hann og líkir kokteilum til klæðskerasniðin föt.

Það er jafn mikill munur á kokteilum og tilbúnum drykkjum eins og fjöldaframleiddum fötum og klæðskerasniðnum.

Tómas segir mikla og gamla speki liggja að baki kokteilum.

En raunar hávísindi líka því staðir eins og Slippbarinn og Loftið leggja mikið upp úr kokteilum þar sem kemur saman skemmtileg samsuða gamalla gilda og eðlis- og efnafræði sem skila sér í einstökum drykkjum.

Tómas er bjartsýnn á framtíð barþjóna.

Áhuginn er mikill og við stefnum á fleiri keppnir og stærri sigra. Meðal okkar er margt ungt fólk með ferskar hugmyndir auk eldri reynslubolta og öll vinnum við að því að bæta árangur, auka fagmennsku og gera lífið aðeins skemmtilegra.

 

(Visited 55 times, 1 visits today)