Heim / Fréttir / Himbrimi kokteilakeppni á Geira Smart

Himbrimi kokteilakeppni á Geira Smart

Mánudaginn 4. september mun fara fram kokteilakeppnin “Inspired by Himbrimi”
Húsið opnar kl 19 og keppnin sjálf kl 20, við hvetjum sem flesta til þess að mæta á svæðið og kynnast Himbrima nánar og fylgjast með þessari æsispennandi keppni.
Viðburðinn á Facebook

Dagskráinn á Geira Smart:

Kl 19.00 ,,Master Class“ kynning um tilburð og framleiðslu Himbrima Old Tom Gin fyrir fagfólk og unnendur í hliðarsalnum, Óskar Ericsson leggur allt á borðið.

Kl 20.00 Kokteilkeppni hefst, léttar veitingar og Himbrimi á boðstólum.
Þáttökuskilyrði:
Einstaklingskeppni með frjálsri aðferð, sköpun til að njóta. Hver keppandi má nota hámark sex efnishluta, mest 7cl af áfengi og lámark 3cl af Himbrima. Tímamörk á gerð drykkjar og flutning er 10 mínútur.
Skráningarfrestur og skil á uppskriftum með tölvupósti er til 3. September á bar@bar.is
Verðlaun eru fyrir þrjú efstu sætin.
Fyrsta sæti er ekki af verri endanum:
IBA Academy sem er haldin í höfuðborg Eistlands í Tallinn sem er tveggja vikna námskeið sem sigurvegari mun læra mikið af, kynnast öðrum barþjónum frá öðrum löndum omfl. Auka við sína kunnáttu sem hann mun geta miðlað áfram til aðra barþjóna og nýtt sér í eigin vinnu.

UM HIMBRIMI OLD TOM GIN
Himbrimi Gin er alvöru íslenskur veiðidrykkur, en hann er gerður þannig að hann er bæði ljúffengur óblandaður þegar maður er við laxveiðar, og er frábær að blanda í kokteil þegar maður er kominn aftur upp í veiðibústað. Himbrimi er eimaður samkvæmt alda gömlum aðferðum frá 18 öld og flokkast sem Old Tom Gin. Bragðið er ljúffengt og sætt, þar sem einiber, blóðberg, hvannarfræ og hunang leika aðalhlutverkin. Jurtirnar sem eru notaðir eru handtíndar, hver flaska er handmerkt, og hver lota er einstök. Nú þegar hefur Himbrimi fengið frábæra dóma hjá íslenskum barþjónum og kokkum.
https://www.himbrimi.com

(Visited 1 times, 1 visits today)