Heim / Fréttir / Guðmundur Sigtryggsson Íslandsmeistari Barþjóna | Gamli refurinn sigraði einu sinni enn

Guðmundur Sigtryggsson Íslandsmeistari Barþjóna | Gamli refurinn sigraði einu sinni enn

Guðmundur Sigtryggsson Íslandsmeistari Barþjóna 2013

Að þessu sinni var keppnin haldin í Súlnasal Radison Bleu Hótel Sögu við góðan orðstír.

Umboðsmenn og innflutningsaðilar vína kynntu vörur sínar við góðar undirtektir og við þetta tækifæri fóru fram tvær keppnir þ.e. íslandsmeistaramót faglærðra framreiðslumanna/barþjóna og keppni veitingahúsa þar sem kepptu ófaglærðir starfsmenn þeirra.

Guðmundur Sigtryggsson sigraði íslandsmeistaramót barþjóna með drykkinn Litla Músin og ber þar með titilinn Íslandsmeistari Barþjóna, hann keppir fyrir Ísland á heimsmeistaramóti faglærðra barþjóna sem fram fer á haustmánuðum.

uðmundur starfar á Hilton Hótel Nordica.

Ólöf Eðvarðsdóttir hreppti annað sæti með drykkinn Old Times, hún starfar á Grand Hótel og Agnar Fjeldsted þriðja sæti með drykkinn Hekla, hann starfar á Rúbín í Öskjuhlíð.

Einnig eru veitt farandverðlaun fyrir faglegustu vinnubrögð faglærðra, við þetta tækifæri. Hlutskörpust þar varð Ólöf Eðvarðsdóttir.

Í keppni vinnustaða sigraði Unnur Ýr Guðráðsdóttir frá Rúbín með drykkinn Lucky Strike. Annað sæti hlaut Birgir Örn Birgisson með drykkinn Sólsetur, hann starfar á Einari Ben. Þriðju verðlaun hreppti Sverrir Hjálmarsson frá Snaps-Bistró með drykkinn Súra-Hans.

Fagleg verðlaun ófaglærðra hlaut Unnur Ýr Guðráðsdóttir frá Rúbín.

Sjá nánar hér.

(Visited 1 times, 2 visits today)