Heim / Fróðleikur / Vínstúkan (Barinn)

Vínstúkan (Barinn)

Vínblöndur eða “American drinks”, eins og þær eru venjulega kallaðar á fagmáli, eiga uppruna sinn í Ameríku og hafa skapast og þróast í sambandi við veitingastaði þá, sem eru nefndir barir.

Á landnámstíma Ameríku, þegar óskipulagðir innflytjendur af ýmsu tagi höfðu sjálfir á hendi framkvæmd persónuöryggis síns og vernd eigna sinna að miklu eða öllu leiti, þegar hnífar sátu laust í skeiðum og byssur réðu oft og tíðum úrslitum í samskiptum manna, þótti veitingamönnum öruggara að hafa varnargirðingu fyrir framan veitingaborðið til að tryggja sér svigrúm til gagnráðstafanna, ef um óspektir eða árás var að ræða.

Þessi girðing var oft ekki nema grindverk, smíðað úr plönkum, hæfilega langt frá veitingaborðinu til þess að gestirnir næðu ekki inn á það, en veitingamaðurinn rétti glösin yfir borðið til gestanna, sem seildust á móti yfir girðinguna. Þessi varnargirðing var nefnd “barrier” sem síðar styttist í meðförum í bar og fékk merkinguna veitingstaður með þessu sérstaka sniði.

Girðingin hvarf svo eftir því sem öryggi og regla komst á í þjóðfélaginu og barinn þróaðist í það fyrirkomulag sem nú er alkunnugt.

(Visited 11 times, 1 visits today)