Heim / Fróðleikur / Bruce sverðið

Bruce sverðið

Bruce sverðiðSverð þetta, sem er gjöf frá Ian Mackinlay til félaga sinna í Barþjónaklúbb Íslands (B.C.I.), er nákvæm eftirlíking og afsteypa af sverði Robert the Bruce, frelsishetju Skota. Ian Mackinlay óskar eftir, að sverð þetta megi verða farandgripur í keppni Barþjónaklúbbs Íslands.

Þessi sverðstegund er dæmigerð fyrir vopn Skota á miðöldum og heitir Claymore. Voru Claymore sverðin notuð til að jafna deilur á milli ættbálka, en þó einkum og sér í lagi til að lumbra á Englendingum í þá daga. Bruce konungur þótti fimur mjög með þetta sverð og hjó hann yfirleitt óvini sína í tvennt um miðju, ellegar þá eftir endilöngu.

(Visited 21 times, 2 visits today)