Heim / Fréttir / Finlandia Mysteri Basket – Vala frá Slippbarnum sigraði

Finlandia Mysteri Basket – Vala frá Slippbarnum sigraði

Finlandia Mystery Basket barþjónakeppnin fór fram fimmtudagskvöldið 22. október  á Lava barnum
48 þáttekendur voru skráðir til leiks sem er mettþáttaka.
Keppnin var samstarfsverkefni Barþjónaklúbbs Íslands og Mekka Wines & Spirits umboðsaðila Finlandia á Íslandi og gengur útá það að keppendur vita ekki hvaða hráefni þeir hafa til að vinna með fyrr en rétt áður en stigið er á svið, fær hver keppandi 5 mínútur til að kynna sér þau hráefni sem í boði er að vinna með, velja þau og gera uppskrift að drykknum.
Hver keppandi hefur svo 7 mínútur til að útbúa drykkina, 2 drykkir fóru til dómnefndar og fengu gestir staðarins einnig að smakka þá drykki sem tóku þátt.

3 efstu keppendurnir kepptu til úrslita og stóð Vala Stefánsdóttir frá Slippbarnum uppi sem sigurvegari.
í öðru sæti var Andri Davíð Pétursson frá Mat og drykk og í þriðja sæti varð Federico Chavarro Suárez frá Steikhúsinu.

Hér að neðan eru nokkrar myndir frá kvöldinu, fleiri myndir má finna á Facebook síðu Barþjónaklúbbsins

3U7A7132 3U7A7120 3U7A7108 3U7A7093 3U7A7091 3U7A7054 3U7A7045 3U7A7034 3U7A7015 3U7A7000 3U7A6997 3U7A6987 3U7A6975 3U7A6969 3U7A6966 3U7A6950 3U7A6928 3U7A6920 3U7A6918 3U7A6903 3U7A6888 3U7A6887 3U7A6870 3U7A6867 3U7A6866 3U7A6863 3U7A6847 3U7A6839 3U7A6834 3U7A6830 3U7A6826 3U7A6817 3U7A6813 3U7A6810 3U7A6808

(Visited 1 times, 2 visits today)