Heim / Fréttir / Besti Brennivíns Kokteillinn 2015

Besti Brennivíns Kokteillinn 2015

brennivin2

Taktu þátt í skemmtilegri kokteilakeppni og þú getur unnið ferð á Tales of the Cocktail 2015 í New Orleans, vinsælustu cocktailhátíð heims.
Íslenskt Brennivín þarf að vera til grundvallar og í aðalhlutverki í bragði drykkjarins. Áhugasamir sendi inn umsókn með uppskrift að drykknum og vandaðri og greinargóðri lýsingu á hugmyndinni að baki hans ásamt ferilskrá. Tíu álitlegustu drykkirnir að mati dómnefndar fara í úrslitakeppnina sem verður haldin í
Tjarnarbíói, 5. maí kl. 20.00.

Umsóknir sendist til thorhallur.vidarsson@olgerdin.is í síðasta lagi 29. apríl.

BESTI BARÞJÓNNINN MEÐ BESTA DRYKKINN
Dómnefnd ásamt áhorfendum velur besta drykkinn.
Allir vita að það er list að blanda og bera fram drykki á bar og það er því mikilvægur hluti keppninnar þó drykkurinn sjálfur sé aðalatriðið. Hér skiptir því heildarmyndin öllu máli, frábær kokteill, framreiddur með stíl og af fagmennsku.

GLÆSILEG VERÐLAUN
Sigurvegari keppninnar fær að launum ferð á Tales of the
Cocktail í New Orleans 15.–19. júlí, sem er ein stærsta
kokteilahátíð heims. Þetta er því einstakt tækifæri fyrir barþjóna til að kynnast öllu því merkilegasta í greininni.
talesofthecocktail.com

brennivin1

(Visited 1 times, 1 visits today)